Sniðgönguhreyfingin (BDS)

Boycott, Divestment, Sanctions (BDS) er alþjóðleg hreyfing undir forystu Palestínumanna sem berst fyrir frelsi, réttlæti og jafnrétti. BDS stendur vörð um þá einföldu meginreglu að Palestínumenn hafi sömu réttindi og aðrir íbúar mannkynsins.

Ísrael hefur hernumið og nýlenduvætt palestínskt land, mismunar palestínskum ríkisborgurum Ísraels og neitar palestínskum flóttamönnum réttinum til að snúa aftur til sinna heimila. Innblásið af andstöðuhreyfingunni gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku, þá kallar BDS eftir aðgerðum til að þrýsta á Ísrael að fara að alþjóðalögum.

Frá árinu 1948 hefur Ísrael neitað Palestínumönnum um grundvallarréttindi þeirra og neitað að fara að alþjóðalögum.

Ísrael viðheldur landránsstefnu, aðskilnaðarstefnu og nýlendukúgun á palestínsku þjóðinni. Þetta er eingöngu mögulegt vegna alþjóðlegs stuðnings. Ríkisstjórnir vanrækja að draga Ísrael til ábyrgðar, á meðan fyrirtæki og stofnanir um allan heim hjálpa Ísrael að kúga Palestínumenn.

BDS Ísland var stofnað árið 2014.

Hugtök:

Sniðganga
(e. boycott)
Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á viðvarandi aðgerðum einstaklinga, stofnana og ríkja sem skaða aðra. Sniðganga felur í sér að draga til baka stuðning, siðferðislegan og/eða efnislegan, við þær persónur og stofnanir sem skaða aðra, svo lengi sem viðkomandi reynir að viðhalda núverandi ástandi. Þessi aðferð er yfirleitt notuð þegar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar og því er sniðganga ekki algengt pólitískt verkfæri.
Fjárlosun
(e. divestment)
Hvatningin um fjárlosun felur í sér áskorun til fyrirtækja, fjárfestingarsjóða og annarra aðila sem hafa fjárfest í Ísrael, í ísraelskum og/eða alþjóðlegum fyrirtækjum og/eða fjárfestingasjóðum sem styðja við og hagnast á stríðsglæpum Ísraelsríkis að draga fjárfestingar sínar til baka.
Þvinganir og refsiaðgerðir
(e. sanctions)
Þvingunaraðgerðir eru grundvallaratriði í aðgerðum ríkis til þess að tjá vanþóknun sína á gjörðum annars ríkis. Hvers konar diplómatísk samstarf við ísraelsk stjórnvöld sendir þau skilaboð til Ísraelsríkis að nýlendustefna þeirra og þjóðernishreinsanir séu ásættanlegar. Að sama skapi er samvinna í alþjóðlegum viðskiptum við Ísrael fjárhagslegur stuðningur við landrán þeirra, hernám og stríðsglæpi.
Nokkrar greinar um sniðgöngu

Sniðgangan á Rapyd slær öll met

·
Það vakti mikla athygli þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta faldi merki Rapyd á landsliðsbúningnum í myndatöku. Með þessu tjáðu stelpurnar okkar þá andúð sem við höfum flest á þessu ísraelska fyrirtæki sem styður stríðið á

RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur!

Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd

Við­skipta­þvinganir gegn Ísrael

Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld. Stórt

Ekki brjóta al­þjóða­lög í næstu búðarferð

·
Æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadómstóllinn, birti í júlí álit sitt á hernámi og viðveru Ísraelsríkis á þeim svæðum í Palestínu sem ríkið tók hernámi árið 1967. Málið var lagt fyrir dómstólinn áður en útrýmingarherferð Ísraels

Fyrir­tæki og stofnanir á Ís­landi mega lögum sam­kvæmt ekki eiga við­skipti við Rapyd

·
Tveir Akureyringar birtu nýlega grein hér á Vísi þar sem þeir færa rök fyrir því að Fjársýslan megi samkvæmt lögum ekki semja við Rapyd um færsluhirðingu fyrir opinberar stofnanir á Íslandi. Þau rök sem þar

Við viljum geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vín­búðum!

Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er

Hver er þinn hirðir?

·
Í hvert skipti sem ég nota kreditkort renna sjálfkrafa nokkrar krónur til milliliðs sem nefndur er færsluhirðir. Hluti þessarar greiðslu lendir beint á mér, en hluti á söluaðilanum. Ég verð að viðurkenna að fyrir nokkrum

BDS hreyfngin

BDS er alþjóðleg hreyfing sem hófst árið 2005 með ákalli palestínsku þjóðarinnar sem skoraði á þjóðir, fyrirtæki og einstaklinga um allan heim að sniðganga Ísrael þar til réttindi Palestínumanna yrðu virt að fullu í samræmi

Ég er ísraleskur gyðingur – ég styð sniðgöngu gegn Ísrael

·
Ákallið um sniðgöngu Ísraels, ásamt viðskiptabanni og fjárlosun (e. Boycott, Divestment and Sanctions) átti uppruna sinn í samfélagi Palestínumanna (í gegnum hundruð frjálsra félagasamtaka) fyrir þrettán árum síðan. Ákallið barst víða að; frá palestínsku samfélagi,

Sniðganga er nærtæk og friðsamleg aðgerð

Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með hernámi Ísraels á fjórum fimmtu hlutum landsins, en Sþ höfðu ætlað gyðingum helming þess. Hernám Palestínu verður

Ákall um frið

·
Sniðgönguherferð gegn Ísrael! Í byrjun árs 2005 var efnt til sniðgönguherferðar gegn Ísrael en um 170 félagasamtök (NGO) gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um herferð þar sem ríki og einstaklingar út um allan heim voru hvött

Heimildir:

Þjóð gegn þjóðarmorði - Reykjavík - Austurvöllur.
Fjöldafundur laugardaginn 6. september 2025 á Austurvelli, nánar.

Scroll to Top