Boycott, Divestment, Sanctions (BDS) er alþjóðleg hreyfing undir forystu Palestínumanna sem berst fyrir frelsi, réttlæti og jafnrétti. BDS stendur vörð um þá einföldu meginreglu að Palestínumenn hafi sömu réttindi og aðrir íbúar mannkynsins.
Ísrael hefur hernumið og nýlenduvætt palestínskt land, mismunar palestínskum ríkisborgurum Ísraels og neitar palestínskum flóttamönnum réttinum til að snúa aftur til sinna heimila. Innblásið af andstöðuhreyfingunni gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku, þá kallar BDS eftir aðgerðum til að þrýsta á Ísrael að fara að alþjóðalögum.
Frá árinu 1948 hefur Ísrael neitað Palestínumönnum um grundvallarréttindi þeirra og neitað að fara að alþjóðalögum.
Ísrael viðheldur landránsstefnu, aðskilnaðarstefnu og nýlendukúgun á palestínsku þjóðinni. Þetta er eingöngu mögulegt vegna alþjóðlegs stuðnings. Ríkisstjórnir vanrækja að draga Ísrael til ábyrgðar, á meðan fyrirtæki og stofnanir um allan heim hjálpa Ísrael að kúga Palestínumenn.
BDS Ísland var stofnað árið 2014.
Hugtök:
Sniðganga (e. boycott) | Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á viðvarandi aðgerðum einstaklinga, stofnana og ríkja sem skaða aðra. Sniðganga felur í sér að draga til baka stuðning, siðferðislegan og/eða efnislegan, við þær persónur og stofnanir sem skaða aðra, svo lengi sem viðkomandi reynir að viðhalda núverandi ástandi. Þessi aðferð er yfirleitt notuð þegar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar og því er sniðganga ekki algengt pólitískt verkfæri. |
Fjárlosun (e. divestment) | Hvatningin um fjárlosun felur í sér áskorun til fyrirtækja, fjárfestingarsjóða og annarra aðila sem hafa fjárfest í Ísrael, í ísraelskum og/eða alþjóðlegum fyrirtækjum og/eða fjárfestingasjóðum sem styðja við og hagnast á stríðsglæpum Ísraelsríkis að draga fjárfestingar sínar til baka. |
Þvinganir og refsiaðgerðir (e. sanctions) | Þvingunaraðgerðir eru grundvallaratriði í aðgerðum ríkis til þess að tjá vanþóknun sína á gjörðum annars ríkis. Hvers konar diplómatísk samstarf við ísraelsk stjórnvöld sendir þau skilaboð til Ísraelsríkis að nýlendustefna þeirra og þjóðernishreinsanir séu ásættanlegar. Að sama skapi er samvinna í alþjóðlegum viðskiptum við Ísrael fjárhagslegur stuðningur við landrán þeirra, hernám og stríðsglæpi. |
Sniðgangan á Rapyd slær öll met
RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur!
Viðskiptaþvinganir gegn Ísrael
Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd
Við viljum geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vínbúðum!
Hver er þinn hirðir?
BDS hreyfngin
Ég er ísraleskur gyðingur – ég styð sniðgöngu gegn Ísrael
Sniðganga er nærtæk og friðsamleg aðgerð
Ákall um frið
Heimildir: