Vefsíður sem fjalla um málefni Palestínu

Hægt er að mæla með eftirfarandi vefsíðum sem góða byrjun fyrir þá sem vilja kynna sér enn frekar upphaf og eðli átakanna í Palestínu, helstu deilumál Palestínumanna og Ísraela ásamt afleiðingum vestrænnar heimsvalda- og nýlendustefnu í Mið-Austurlöndum.

Stjórnsýsla
Stofnanir
Samtök
Fróðleikur
Nr.VefsíðaStutt lýsing á innihaldi vefsins
1.Archiving GenocideViðamikil vefsíða sem inniheldur skráningu yfir þau grimmdarverk sem hafa verið og eru enn framin gegn palestínsku þjóðinni og miðlar þeim upplýsingum til allra sem vill vilja kynna sér málefnið nánar út frá sjónarhóli palestínumanna. Þetta er hljóð- og myndsafn sem ekki aðeins sýnir árásirnar á Gaza frá 7. október 2023, heldur inniheldur vefsíðan einnig fyrri stríðsglæpi og veitir sögulegt samhengi gagnvart átökunum.
2.Decolonize PalestineDecolonize Palestine er sjálfstætt verkefni fjármagnað af Palestínumönnum sem búa í Ramallah sem rannsaka og rita greinar um Palestínu og mikilvægi afnýlendvæðingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Verkefnið spannar meira en ár og ætlunin er að halda því áfram og bæta við það í framtíðinni.
3.Jerusalem StoryMarkmið vefsíðunnar er að segja sögu einstakrar borgar frá nýju sjónarhorni – frá stóru og fjölbreyttu palestínsku samfélagi borgarinnar. Þetta samfélag á sér djúpar sögulegar rætur í Jerúsalem og býr yfir sterkri tengingu og ást við borgina. Linnulaust er reynt að afmá nærveru samfélagsins í borginni og hugsanlega kröfu um hana – fortíð, nútíð og framtíð – vegna ásælni Ísraels sem krefst fullveldis til frambúðar yfir „sameinuðu gyðinglegu Jerúsalem“.
4.Our PalestineOkkar Palestína (Our Palestine) er vefur sem inniheldur fjölmargar greinar um m.a. Nakba (hörmungin mikla) þar sem síonistar með aðstoð Breta settu af stað þjóðernishreinsanir með fjöldamorðum á frumbyggjum Palestínu, hrakningu þeirra sem ekki voru myrt á flótta og að lokum ráni á eigum þeirra (m.a. bankainnistæðum, bókasafni, innanstokksmunum, heimilum og landi) á árunum 1947 – 1948. Á vefnum er hægt er að sækja forrit (e. app) í snjalltæki með aðgangi að þessum upplýsingum.
5.Palestine RembemberedEfnismikil síða tileinkuð sögu Palestínu og örlögum palestínskra flóttamanna. Inniheldur m.a. myndir, frásagnir flóttamanna, kort og ýtarlegar upplýsingar um byggðir Palestínumanna sem í hundraðatali hafa verið lagðar í rúst. Meðal efnisliða eru „The Conflict For Beginners“, „Zionism 101“ og „Refugees 101“.
6.Stop the WallFrábær vefur The Palestinian Environmental NGOs Network (PENGON) tileinkaður Aðskilnaðarmúrnum í Palestínu. Staðreyndir, alþjóðalög, frásagnir, myndir, kort og annað sem tengist múrnum.
7.The Palestine ChroniclePalestine Chronicle er sjálfseignarstofnun samkvæmt 501(c)3 reglugerð (e. 501(c)3) sem hefur það að markmiði að fræða almenning með því að bjóða upp á vettvang sem leitast við að varpa ljósi á málefni sem varða mannréttindi, þjóðarbaráttu, frelsi og lýðræði í formi daglegra frétta, umfjöllunar, greinar, bókadóma, ljósmynda, listaverka og fleira.
8.Palestine MonitorAfar góð inngangssíða að efni tengdu Palestínu og Ísrael. Síðan er rekin af Palestinian NGO Networks sem tengir saman starfsemi ýmissa samtaka í Palestínu sem rekin eru óháð yfirvöldum (e. NGO) m.a. á sviði mannréttinda, umhverfisverndar og heilsugæslu. Mælum með efnisliðnum ‘Fact Sheets’.
9.Visualizing PalestineVefsíðan Visualizing Palestine notar gögn og rannsóknir til að miðla reynslu Palestínumanna sjónrænt og ögra fyrirliggjandi frásögnum. Palestína er viðfangsefni meira en aldar langrar nýlendusögu af hálfu heimsvelda, sem halda uppi hinu grimmilega kerfi ísraelskra landræningja og aðskilnaðarstefnu sem við sjáum í dag. Þótt grundvallarstaðreyndir og -orsakir baráttu Palestínumanna séu vel skjalfestar, er þeim oft afneitað eða faldar af þeim sem vernda Ísrael gagnvart ábyrgð.
10.Watermelon PictureWatermelon Pictures er kvikmyndaframleiðslu- og dreifingarfyrirtæki sem á rætur að rekja til skapandi mótspyrnu og markmið okkar er að færa palestínska kvikmyndagerð og aðrar ósagðar sögur til breiðari hóps á þann hátt að hún skemmti, hvetji og virkji áhorfendur. Með okkar eigin þróun og framleiðslu erum við að breyta umfangi þess sem palestínsk kvikmynd getur verið og styrkja listamenn til að endurheimta sína eigin frásögn. Við stefnum að því að byggja upp sameiginlega sýn fyrir frelsandi kvikmyndagerð sem fagnar fjölbreytileika og ögrar valdi.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top