Fróðleikur um málefni Palestínu

Hægt er að mæla með eftirfarandi vefsíðum sem góða byrjun fyrir þá sem vilja kynna sér frekar eðli átakanna í Palestínu og helstu deilumál Palestínumanna og Ísraela.

Nr.VefsíðaStutt lýsing á innihaldi vefsins
1.Stop the WallFrábær vefur The Palestinian Environmental NGOs Network (PENGON) tileinkaður Aðskilnaðarmúrnum í Palestínu. Staðreyndir, alþjóðalög, frásagnir, myndir, kort og annað sem tengist múrnum.
2.Palestine MonitorAfar góð inngangssíða að efni tengdu Palestínu og Ísrael. Síðan er rekin af Palestinian NGO Networks sem tengir saman starfsemi ýmissa samtaka í Palestínu sem rekin eru óháð yfirvöldum (e. NGO) m.a. á sviði mannréttinda, umhverfisverndar og heilsugæslu. Mælum með efnisliðnum ‘Fact Sheets’.
3.The Palestinian Initiative for the Promotion of Global Dialogue & Democracy (MIFTAH)Samtök sem berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og málfrelsi í Palestínu. Reka mjög góða upplýsingasíðu sem inniheldur m.a. nýjar fréttir, fréttatilkynningar, söguleg skjöl og reglulega pistla frá Hanan Ashrawi, einni helstu baráttukonu Palestínumanna.
4.PLO Palestine Liberation OrganisationVefur á vegum Frelssisamtaka Palestínumanna (PLO). Afstaða Palestínumanna útskýrð til málefna eins og stöðu Jerúsalem, flóttamanna, landamæra, landsetumanna og landráns í Palestínu.
5.Gush ShalomÍsraelsk friðarsamtök sem berjast gegn hernámi Ísraela í Palestínu. Forvígismaður samtakanna Uri Avneri er fyrrverandi hermaður sem barðist einnig með Irgun skæruliðahreyfingu gyðinga fyrir stofnun Ísraels. Óhætt að mæla með skráningu á póstlista samtakanna og bæklingana The Wall og Truth on Truth sem nálgast má á PDF formi.
6.Al Awda – The Palestine Right To Return Coalition (PRRC)Samtök sem vinna að réttindabaráttu palestínskra flóttamanna og upplýsa umheiminn um rétti þeirra til að snúa aftur til heimalands síns. Vefurinn inniheldur m.a upplýsingar um stöðu flóttamanna á herteknum svæðunum og í flóttamannabúðum víða um heim.
7.United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees in the Near East (UNRWA)Góður vefur um stöðu og sögu palestínskra flóttamanna. Inniheldur m.a. ýmsar tölfræðilegar upplýsingar, myndir og kort af flóttamannabúðum Palestínumanna.
8.Palestine RembemberedEfnismikil síða tileinkuð sögu Palestínu og örlögum palestínskra flóttamanna. Inniheldur m.a. myndir, frásagnir flóttamanna, kort og ýtarlegar upplýsingar um byggðir Palestínumanna sem í hundraðatali hafa verið lagðar í rúst. Meðal efnisliða eru „The Conflict For Beginners“, „Zionism 101“ og „Refugees 101“.
9.Neturei KartaAlþjóðleg samtök trúaðra gyðinga með aðsetur í New York, stofnuð árið 1937 til að berjast gegn hugmyndum zíonismans. Eru á móti því að blóði gyðinga og annarra sé úthelt fyrir sérríki ætluðu þeim. Síðan inniheldur m.a. fréttir, greinar og ýmsar upplýsingar trúarlegs eðlis.
10.The Palestinian Information CenterUpplýsingamiðstöð Palestínu (PIC) er fréttavefur sem veitir lesendum sínum um allan heim fréttir af atburðum, aðallega í Palestínu, á ýmsum tungumálum. Hún helgar sig því að berjast fyrir málstað Palestínumanna frá marglaga sjónarhorni.
11.The Palestine ChroniclePalestine Chronicle er sjálfseignarstofnun samkvæmt 501(c)3 reglugerð (e. 501(c)3) sem hefur það að markmiði að fræða almenning með því að bjóða upp á vettvang sem leitast við að varpa ljósi á málefni sem varða mannréttindi, þjóðarbaráttu, frelsi og lýðræði í formi daglegra frétta, umfjöllunar, greinar, bókadóma, ljósmynda, listaverka og fleira.
12.Félagið Ísland – PalestínaFélagið Ísland – Palestína beitir sér fyrir því að Íslendingar leggi sitt af mörkum til þess að réttlát og friðsamleg lausn finnist á deilu Ísraels og Palestínu á grundvelli alþjóðaréttar og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og með tilliti til allra samþykkta Sameinuðu þjóðanna sem varða deiluna. Á vefsíðu félagsins er m.a. að finna fréttir úr starfi félagsins, áskoranir til stjórnvalda o.fl. sem og upplýsingar um neyðarsafnanir fyrir málstað Palestínu.

Scroll to Top