Sjálfstæðisyfirlýsing Palestínu var rituð af palestínska skáldinu Mahmoud Darwish og Yasser Arafat lýsti formlega yfir stofnun Palestínuríkis 15. nóvember 1988 í Alsír.
Sjálfstæðisyfirlýsingin hafði áður verið samþykkt af Palestínska þjóðarráðinu (PNC), löggjafarþingi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), með 253 atkvæðum, 46 á móti og 10 sátu hjá. Hún var lesin upp á 19. lokafundi PNC með standandi lófataki. Að loknum lestri yfirlýsingarinnar tók Arafat, sem formaður PLO, við titlinum forseti Palestínu. Í apríl 1989 kaus miðstjórn PLO Arafat sem fyrsta forseta Palestínuríkis.
Krækja í skjalið hjá UNISPAL.
Heimild: Wikipedia.org