Mikilvægar samþykktir SÞ, friðarsamningar PLO og Ísraels og söguleg skjöl sem varða stofnun vestrænnar nýlendu í Palestínu.
Friðarsamningar PLO og Ísraels
Árið 1991 settust Yasser Arafat fyrir hönd frelsissamtaka Palestínu PLO og Yitchak Rabin forsætisráðherra Ísraels að samningaborðinu, eftir linnulaus átök á hernumdu svæðunum. Óslóarsamningarnir sem svo voru kallaðir voru undirritaðir árið 1993 og þá flutti forysta PLO sig yfir á Gaza-svæðið en hafði áður haft búsetu í Túnis fram að því. Gaza varð að miklu leyti sjálfstjórnarsvæði PLO og síðan tóku þau yfir stjórnsýslu í nokkrum bæjum á Vesturbakkanum. Yitchak Rabín var hins vegar myrtur af ísraela úr röðum ofsatrúarmanna skömmu eftir undirritun samninganna.
Í kosningunum sem á eftir fylgdu varð sigurvegari kosninganna Benyamin Netanyahu, leiðtogi hins hægrisinnaða Likud-bandalags. Markmið Likud-bandalagsins hefur m.a. verið að stefna að Stór-Ísrael sem innifelur alla Palestínu og hluta af Líbanon, Sýrlandi, Jórdaníu og Egyptalandi og því hóf hann tafarlaust að grafa undan þeim árangri sem hafði náðst í undangengum samningum. Þetta gerði hann með því að stuðla að auknum straumi landræningja inn á Vesturbakkann, herða sífellt þær kröfur sem gerðar voru til sjálfstjórnar Palestínumanna og um leið að skapa sundrungu meðal ólíkra hópa Palestínumanna með því að fjármagna m.a. Hamas samtökin til að grafa undan palestínsku heimstjórninni PNA.
Vilji forustumanna Ísraels að standa við gerða friðarsamninga við PLO eða Palestínsku þjóðina var í reynd aldrei raunverulegur enda ósamrýmanlegar markmiðum og stefnu forvígismanna síonista, m.a. Likud-bandalagsins og fyrirrennara þess, sjá eftirfarandi stefnuyfirlýsingu Likud.
The right of the Jewish people to the land of Israel is eternal and indisputable… therefore, Judea and Samaria will not be handed to any foreign administration; between the Sea and the Jordan there will only be Israeli sovereignty. — Likud Party Platform, 1977
Hér er hægt nálgast allt UNISPAL safnið með skjölum sem varða Ísrael og Palestínu.
Samningar | Dagsetning | Stutt lýsing á innihaldi samnings |
---|---|---|
Oslóar samkomulagið | 13.9.1993 | Byrjunin á Oslóar-friðarferlinu. |
Gaza – Jericho samkomulagið | 4.5.1994 | Skref númer tvö í Oslóar friðarferlinu sem kvað á um brotthvarf Ísraelshers frá Gaza svæðinu og bænum Jeríkó á Vesturbakkanum. |
Interim – Osló II samkomulagið | 28.9.1995 | Samið um brotthvarf Ísraelshers frá fleiri bæjum og svæðum Paletínumanna á Vesturbakkanum. |
Wye River yfirlýsingin | 23.10.1998 | Samið um brotthvarf Ísraelshers frá fleiri bæjum og svæðum Paletínumanna á Vesturbakkanum. Viðauki við Interim – Osló II og fyrri samkomulög. |
Sharm El-Shekh yfirlýsingin | 4.9.1999 | Samið um brotthvarf Ísraelshers frá hluta Hebron borgar á Vesturbakkanum. Viðauki við Interim – Osló II og fyrri samkomulög. |