Fimm atriði sem við ættum að vita um nýlendustefnu með tilliti til stríðsins gegn Palestínu

Ræða Giti Chandra í Kolaportinu 8. mars 2024:


Undanfarna mánuði hefur mikil vinna átt sér stað til að móta umfjöllun og umræður um stríðið gegn Palestínu. Ég er þeirrar skoðunnar að umræða og hvernig hún er mótuð skipti sköpum varðandi umræðu allt frá frá stjórnmálum til sprengjuárása og vil ég ræða við ykkur um mikilvægi þess að gera okkur skýra grein fyrir því hvernig nýlendustefna er rót ofbeldisins sem við verðum vitni að og hvernig umræðunni er ætlað að gera kröfur okkar um réttlæti bæði ómerkar og ómögulegar. Í þessar fimm mínútur sem ég hef með ykkur vil ég bera fram fimm kunnuglegar spurningar og sýna fram á hversu umsvifamikil nýlendustefnan raunverulega er.

FP Fimm atridi nylendustefnu Giti Chandrra nov

Í stað þess að líta á þetta sem siðferði­lega/lögfræðilega tvíhyggju eins og hryðjuverk gegn sjálfsvörn eða sem einfalt „allt ofbeldi er slæmt“ svar, skulum við hugsa spurninguna í samhengi við nýlendustefnuna. Nýlendustefna er í eðli sínu ofbeldisfull stefna sem viðheldur sér með ofbeldi. Engin nýlenda, hernumið svæði eða svæði á valdi heimsveldis hefur nokkurn tímann öðlast sjálfstæði vegna góðvildar nýlenduherrans. Þjóðir hafa þurft að endurheimta sjálfstæði sitt með baráttu og fórnum að þeim tímapunkti að það er fjárhagslega og raunverulega ógerlegt fyrir svokallaða „landnema“ að viðhalda stjórn sinni. Í nánast öllum slíkum tilvikum síðustu hundruði ára hefur sjálfstæði einungis unnist í gegnum langa, viðvarandi og blóðuga andstöðu. Jafnvel í Indlandi Ghandis.

Í ljósi nýlendustefnunnar, þá hófst ekkert 7. október. Þetta er bara enn ein dagsetning sem bætist í hóp hundraða síðustu 75 ára af ólögmætu hernámi og valdníðslu. Sem leiðir okkur að næstu spurningu.

Út frá sjónarhorni einstaklings sem hefur losnað úr viðjum nýlendustefnunnar og hefur meðtekið stolta sögu sjálfstæðisbaráttunnar á Indlandi, leyfi ég mér að spyrja þig að þessu:

Þegar það er gífurlegur munur á valdi milli tveggja deilandi fylkinga, hvers vegna er einblínt á að fordæma lítilmagnann í stað þess að horfa til örvæntingarinnar sem liggur að baki, sorgarinnar, reiðinnar og langrar, flókinnar sögu „landnema“ sem stillir sér upp sem fórnarlambi – en nýtur samt stuðnings allra valdamestu þjóða heims? Eins óskiljanlegt og það getur virst, þá sjáum við þessar röksemdafærslur víða í heimssögunni. Valdamiklar þjóðir sem hertaka aðrar krefjast samúðar frá umheiminum og á sama tíma fordæmingu á ofbeldi „villimanna“ sem bjuggu þar fyrir. Saga vopnaðrar andspyrnu um allan heim er saga nýlendustefnunnar.

Sú saga hófst ekki 7. október 2023.

Ef við lítum framhjá afstöðu nýlendustefnunnar en höfum í huga þrautseigju nýlenduyfirráða og áhrifa nýlendustefnunnar þrátt fyrir breytta tíma, þá spyr ég: Hver fær að ákveða hver er hryðjuverkamaður og hver ekki? Ef valdbeiting gagnvart óbreyttum borgurum í pólitískum tilgangi er hryðjuverk, hver er þá ekki hryðju­ verkamaður í því samhengi þegar við lítum til stjórnvalda heimsins? En það eru einungis þeir sem hafa ótvíræð völd í skjóli nýlendustefnunnar sem ákveða hver er hryðjuverkamaður og hver settur eða ekki settur á alþjóðlegan bannlista af pólitískum ástæðum.

Að sama skapi; Hver fær að réttlæta, oft með litlum eða óljósum rökstuðningi, hver er mannlegur skjöldur og er því réttdræpur? Hvaða stórveldi styðja þá röksemdafærslu að engar sannanir þurfi að standa að baki skilgreiningum á því hvenær „hryðjuverkamenn“ séu að nota þúsundir óbreyttra borgara sem mannlega skjöldu og réttlæta þannig morð á saklausu fólki vegna þess að þau eru „hernaðarleg skotmörk“?

Og þegar umræddir „mannlegir skildir“ eru tugir þúsunda og helmingur þeirra er börn þá er óumflýjanlegt að hafa í huga til skilgreiningar á þjóðarmorði. Næsta spurning mín er því:

Hvers vegna gengst Biden við því að stríð Ísrael gegn Palestínu er „yfirdrifið“ en ekki að það sé þjóðarmorð? Hver vegna má kalla það „þjóðernishreinsun“, „hópamorð“, „tortímingu á þjóðarmenningu kúgaðra hópa“ o.sfrv. en ekki þjóðarmorð?

Í fyrsta lagi, þá eiga meira að segja hryðjuverkamenn og mannlegir skildir rétt til þess að verða ekki fórnarlömb þjóðarmorðs.

Í öðru lagi, vegna svokallaðrar sérstöðu Helfararinnar þar sem því er haldið fram að Helförin sé mælistikan fyrir skilgreiningu á þjóðarmorði, hún sé einstök í eðli sínu og ekkert ofbeldi gegn þjóð geti verið skilgreint með sama hætti. Þessi skilgreiningaráhersla er afsprengi nýlendustefnu í sjálfu sér sem hunsar og bókstaflega neitar að gangast við langri sögu þjóðarmorða í skjóli nýlendustefnunnar sem mörg hver falla í algleymi, eru óskráð, óvarðveitt og óþekkt mörgum okkar þar sem sögu þeirra og sönnunargögnum var vísvitandi eytt af kúgandi stórveldum. Ekki síður vegna þess að þau áttu sér stað „þarna úti“ gagnvart „þessu þarna fólki“ sem voru varla talin mennsk til jafns við okkur á evrópskri grundu.

Og spurningin sem tengist þessu: Er það líklegt að Alþjóðadómstólinn ákæri Ísrael að lokum fyrir að hafa framið þjóðarmorð? Þú gætir haldið það og vonað það, en hafðu í huga að þegar stórveldi nýlendustefnunnar settu og mótuðu lög sem lúta að þjóðarmorði, þá var skilgreiningin svo þröng og sönnunarbyrðin svo há að það er nánst ómögulegt fyrir nokkrun aðila að uppfylla öll skilyrðin og vera ákærður fyrir þjóðarmorð. Hvers vegna? Svo nýlenduveldin gætu haldið áfram að fremja slík voðaverk án þess að þurfa að svara til saka.

Og þetta er líka eitt af svörunum við lokaspurningunni:

Svarið við þessari spurningu hefur veigamikla þýðingu fyrir fréttamennsku, traust og sjálfan sannleikann. Umræðan og einna helst orðræðan þegar kemur að nýlendustefnu hefur verið stýrt og læst í ákveðið form í hundruði ára, form sem við köllum „othering“ eða „öðrun“. Það er, heiminum er stillt upp í andstæða þætti, „við“ og „þau“. Orðræða nýlendustefnunnar málar infædda sem slungna, undirförla, óáreiðanlega og ótraustverða á meðan stórveldi sem hertaka þjóðir og lönd eru sögð heiðarleg, sanngjörn, traust og velviljuð.

Þegar við horfum á­ ­ fréttaflutning af stríðinu og við spyrjum okkur hvaða tölfræði og frásagnir eru dæmdar óáreiðanlegar, eða jafnvel beinar lygar, þrátt fyrir yfirþyrmandi sannanir í formi ljós­mynda og myndbanda, en hvaða upplýsingum er tekið án athugasemda sem áreiðanlegum þrátt fyrir endurteknar, sannaðar lygar, þá sjáum við greinilega afleiðingar nýlendustefnunnar í framkvæmd. Þetta fyrirbæri hefur verið kallað „nýlendustefnu fréttamennska“, fréttaflutningur sem „mótast af hugmyndafræði frekar en að sannreyna staðhæfingar“.

Fréttaflutningur af þessu tagi styður og styrkir þjóðarmorð þegar óstaðfestu upplýsingarnar eru teknar gildar því þær koma frá nýlenduherranum, ýtir und­ ir mýtuna um að innfæddir séu ótraustverðir, óvandaðir og siðlausir; heil samfélög eru dæmd glæpsamleg og svo tortryggileg að þau eru stimpluð sem hryðjuverkamenn eða í minnsta lagi stuðningsfólk hryðjuverkamanna sem er réttlætanlegt að sprengja.

En eins og Edward Said sagði „orðræða sigrar heri“. Þess vegna skiptir öllu máli að halda umræðu og orðæðu um stríðið gegn Palestínu hreinskilinni og með réttmætri áherslu á nýlendustefnuna sem býr að baki ef okkur á einhvern tímann að takast að sigra heri stórvelda heimsins. Áður en ég lýk tali minu vil ég þakka öllu því unga fólki sem heyr stríðið fyrir okkur á samfélagsmiðlum og með mótmælum.

Takk fyrir áheyrnina.

Birtist í Frjáls Palestína.

  • Höfundur er frá Indlandi. Hún er rannsóknarsérfræðingur við Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og námsbraut (undir merkjum UNESCO) í Reykjavík. Hún kennir við Háskóla Íslands og hefur verið aðstoðarprófessor í enskudeild við Stephens College í Delhi. Giti er höfundur bókanna The Book of Guardians Trilogy: The Fang of Summoning (Hachette: 2010), The Bones of Stars (Hachette: 2013) og The Eye of the Archer (Hachette: 2020).

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top