send forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjölmiðlum 3. apríl 1992.
Félagið Ísland-Palestína vekur athygli á þeim voðaverkum sem ísraelska hernámsliðið vinnur á óbreyttum borgurum, ekki síst börnum og unglingum á Gazasvæðinu og á Vesturbakkanum. Pyntingar og morð eru daglegt brauð palestínsku íbúana sem búa við hernám Ísraelshers.
Félagið Ísland-Palestína skorar á ríksstjórn Íslands að beita sér fyrir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjalli tafarlaust um síðustu hryðjuverk Ísraelsstjórnar á herteknu svæðunum. Félagið skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að refsiaðgerðum verði beitt af hálfu Sameinuðu þjóðanna til þess að binda enda á hernámið í samræmi við ályktanir Öryggisráðsins.
Félagið Ísland-Palestína tekur undir ákall Palestínumanna um að Sameinuðu þjóðirnar sendi eftirlitssveitir á vettvang og sjái íbúum herteknu svæðanna fyrir vernd gegn hermdarverkum ísraelska hernámsliðsins. Félagið skorar á íslensk stjórnvöld að veita þessum réttmætu kröfum liðsinni og auka þannig möguleika þessa fólks á að lifa við frið og öryggi.
Birtist í Frjáls Palestína.
