Aryan í annarri heimsókn sinni

Dr. Izzedin Aryan, aðalritari Rauða hálfmánans, kom hingað til lands öðru sinni 31. maí síðastliðinn og dvaldist í viku í boði félagsins og Rauða kross Íslands.

Palestínski Rauði hálfmáninn stendur fyrir umfangsmiklu hjálpar- og mannúðarstarfi er nær til barna, ungs fólks, sjúklinga, fatlaðra, aldraðra, pólitískra fanga og fjölskyldna þeirra.

Izzedin Aryan er apótekari í Ramallah í nágrenni Jerúsalem. Hann hefur gengt stöðu aðalritara Rauða hálfmánans um árabil, auk annarra trúnaðarstarfa í félagsmálum.

Dr. Aryan með formanni FÍP hjá Vigdísi Finnbogadóttur forseta Íslands að Bessastöðum.

Dr. Aryan kom hingað fyrst í október 1992 og hitti þá að máli fjölda fólks á ýmsum sviðum þjóðlífsins, þ.á.m. biskup Íslands, borgarstjóra, utanríkisráðherra og fleiri embættis- og stjórnmálamenn, auk fólks í atvinnulífi. Hann átti einnig fundi með starfssystkinum hjá Rauða krossi Íslands, Barnaheillum, Hjálparstofnun kirkjunnar og Öryrkjabandalaginu.

Dr. Aryans beið einnig víðtæk dagskrá þessu sinni en henni lauk með móttöku hjá forseta Íslands að Bessastöðum þann 7. júní.

Birtist í Frjáls Palestína.

  • Höfundur er læknir, formaður Félagsins Ísland Palestína (1991-2016) og heiðursborgari í Palestínu (frá 2015).

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top