Neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína

Minni á neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína (FÍP) sem í áraraðir hefur stutt við Palestínsku þjóðina með fjárhagslegum stuðningi við ýmis mannréttinda-, mannúðar- og hjálparsamtök í Palestínu. Þessi samtök hafa reynst Palestínumönnum mjög mikilvæg vegna skelfilegra afleiðinga af viðvarandi þjóðernishreinsunum, fjöldamorðum, mannránum, pyntingum, landránum, afmennskun og daglegri kúgun síoníska hersins og landræningja á ólöglega hernumdum svæðum í Palestínu.

Söfnun FÍP fór af stað eftir að síðari uppreisn (Intifada) hófst gegn hernáminu árið 2000 og allt söfnunarfé hefur farið óskipt til fjölmargra samtaka sem félagið hefur styrkt og enginn kostnaður hefur dregist frá.

Neyðarsöfnun FÍP hefur alfarið verið rekin í sjálfboðavinnu til að tryggja að hver króna komist í réttar hendur.

Nánari upplýsingar um neyðarsöfnunina má finna á vefsíðu Félagsins Ísland-Palestína.

Styrkjum stríðshrjáðar barnafjölskyldur sem eru í sárri neyð og vosbúð á Gaza með jólagjafabréfi frá Vonarbrú, sjá nánar.

Styrkjum neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína sem styrkir Palestínumenn í skelfilegum þjóðernishreinsunum og þjóðarmorði af hálfu Ísraels, sjá nánar.

Scroll to Top