„Við horfum upp á helför“

Kæru vinir

Við erum hér af þeirri ástæðu að við eigum í hjörtum okkar sameiginlegan skilning, um að okkur beri að mótmæla glæpum gegn mannkyni.

FP Vid horfum upp a helfor nov 2025

Og það gerum við hér í dag.

Það er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki það síðasta, en við höfum gengið, fundað, mótmælt, stundum tugum, stundum hundruðum, stundum yfir þúsund saman.

Við höfum mótmælt þjóðarmorði því sem Ísrael fremur í Palestínu, með öllum þeim friðsamlegu mögulegum leiðum sem okkur hefur hugkvæmst, með gjörningum ýmiskonar, hvatningu til sniðgöngu, skrifum á samfélagsmiðla, við höfum deilt skoðunum okkar með greinaskrifum í fjölmiðla, við höfum ítrekað reynt að ná eyrum og augum ríkisstjórnar sem og annarra kjörinna fulltrúa.

Við höfum lýst óánægju yfir aðgerðarleysi þeirra. Við höfum hvatt þau með ráðum og dáð til að fara að alþjóðalögum.

Við höfum varað þau við afleiðingunum af því að fara ekki að alþjóðalögum.

Við höfum lýst óánægju yfir stuðningi þeirra við gerendur þjóðarmorðsins.

Við höfum reynt að vekja athygli þeirra á þeim siðferðislegu skyldum, sem þau vanrækja. Allt þetta höfum við gert í viðbragði okkar við þjóðarmorði.

Viðbrögð yfirvalda við þessum mótmælum hafa öll verið á einn veg. Þau virða kröfur okkar ekki neins en halda áfram stuðningi sínum við gerendur þjóðarmorðsins.

Gereyðing Gaza hefur farið fram fyrir augum okkar, dag og nótt síðastliðin tvö ár.

Þjóðarmorð Ísraels á Palestínsku þjóðinni sem staðið hefur í tæp áttatíu ár hrökk í beina útsendingu fyrir tveimur árum.

FP Vid horfum upp a helfor nov 2025

Við, almenningur, höfum horft á þjóðarmorðið, valdalaus í hryllilegum hjartaskerandi vanmætti, nýtt okkur sjálfsagðan og stjórnarskrárvarinn rétt okkar til að bregðast við hryllingnum með títtnefndum mótmælum en ríkisstjórn okkar og aðrir kjörnir fulltrúar hafa kosið, að bregðast ekki við.

Ítrekað hafa þau kosið að bregðast ekki við eins og þeim er skylt að gera samkvæmt alþjóðalögum þegar þau verða vitni að þjóðarmorði.

Þetta er alls ekki vanhugsað viðbragð hjá stjórnvöldum, heldur þvert á móti.

Með þessu senda stjórnvöld okkur skýr skilaboð sem ekki er hægt að skilja á annan veg en að þau líti svo á að börn og fjölskyldur þeirra í Palestínu séu einskis virði, að þau líti svo á að lif þeirra skipti ekki máli, þau séu ekki þess verð að staðið sé upp fyrir réttlæti þeim til handa.

Og til almennings eru skilaboðin þau að nákvæmlega ekkert sé að marka tal eða yfirlýsingar þeirra um „að virða eigi alþjóðalög og mannréttindi“.

Við horfum upp á helför, gereyðingu, slátrun á heilli þjóð, og samþykki valdhafa heimsins á henni.

Við erum vitni.

Að vera valdalaust vitni að slíku er með öllu óbærilegt.

Að vera vitni að stærsta og alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja, glæp gegn mannkyni, þjóðarmorði og sjá þar að auki, að við þeim glæp, reynast í raun engin viðurlög sem tekið er mark á, er með öllu óbærilegt.

Alþjóðastofnanir eru virtar að vettugi og alþjóðalög að engu höfð.

Það er okkar nýi, óbærilegi veruleiki.

Skaðlegri veruleiki er ekki til því hann gengur gegn öllum siðferðislegum lögmálum.

Eins og forseti Írlands benti á, bara nú á dögunum, erum við sem mannkyn, í stórhættu vegna þessa.

Við erum að verða vitni að algeru siðferðishruni þar sem stríðsglæpir sem og aðrir glæpir í formi valdníðslu eru framdir og réttlættir af valdaelítu hins vestræna heims, án þess að nokkurt utanaðkomandi afl geri tilraun til að stöðva það.

Þetta hefur skapað gríðarlegt hættuástand þar sem siðferði mannkynsins er undir.

Vid lifum því nú einhvers konar elleftu stund, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Við gerum okkur um leið grein fyrir að stjórnvöld ganga með þessu háttalagi ekki erinda þeirra sem kjósa þau.

Þegar stjórnmálaöfl og stofnanir taka hagsmuni geranda þjóðarmorðs fram yfir siðferðilegar grundvallarskyldur sínar og taka þar að auki áhættuna á því að brjóta gegn alþjóðalögum. Hvað er þá til bragðs að taka?

Hvað er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við því að almenningur á Gaza er skipulega sveltur í hel af Ísrael?

Hvað er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við drápum á mörg hundruð þúsund manns?

Hvað er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við ólöglegu landráni, botnlausu ofbeldi landræningja sem sitja um að ofsækja og drepa palestínska borgara, eyðileggja lífsviðurværi þeirra, ræna þá heimilum sínum vopnaðir og með dyggri aðstoð ísraelska hersins.

Hvað er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við ólýsanlegum þjáningum tuga þúsunda palestínskra fanga sem pyntaðir eru með aðferðum sem óheyrðar eru og ekki er einu sinni í valdi neins að lýsa.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við, hafandi horft á Ísrael sprengja í loft upp ALLA innviði samfélagsins á Gaza, sprengt alla skóla, alla spítala, allar moskur, öll bókasöfn og heimili. Þegar stjórnvöld hafa horft með eigin augum á allar framtíðarhorfur samfélags tveggja milljóna manneskja þurrkaðar út.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við upplýsingum um að Ísrael grafi börn lifandi, í fjöldagröfum.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við vitneskju um að aflimanir sem tíðar eru á íbúum Palestinu vegna hrottalegra árása Ísraels eru framkvæmdar án deyfingar, því Ísrael neitar íbúum Gaza um lyf.

Hvað á til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við vitneskju um skipulögð dráp á heilbrigðisstarfsfólki.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við vitneskju um skipulögð dráp Ísraela á nýburum.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við skipulagðri útrýmingu Ísrael á heilu fjölskyldunum.

Þegar stjórnvöld bregðast ekki við skipulögðum drápum á barnhafandi konum sem eru sérstök skotmörk Ísraelshers, en þess má geta að Ísraelskir hermenn eru þekktir fyrir að gantast mjög sín á milli með dráp sín, ofbeldi og eyðileggingu, og þegar þeir skjóta til bana barnshafandi konur kalla þeir þau dráp sín á milli, „tveir fyrir einn“.

Hvað, er til bragðs að taka þegar stjórnvöld bregðast ekki við upplýsingum um að Ísrael eyðileggi skipulega kirkjugarða á Gaza með jarðýtum þar sem þeir tæta grafir og lík upp, til að tryggja, að ástvinir geti ekki vitjað þeirra.

Hvar erum við þá stödd?

Birtist í Frjáls Palestína.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top