Starf Félagsins Ísland-Palestína 2023-2024

Félagið Ísland-Palestína var stofnað fyrir þrjátíu og sjö árum. Félagið hefur starfað af mismiklum krafti, en oftast verið öflugt, og átt mikinn þátt í því að móta almenningsálitið hér á landi gagnvart Palestínu og baráttu Palestínuþjóðarinnar fyrir réttlæti og friði. Mikilvægur áfangi náðist árið 2011 þegar Ísland var, fyrst vestrænna ríkja til að, viðurkenna ríki Palestínu. Alþingi samþykkti viðurkenninguna mótatkvæðalaust, það voru eingöngu þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sátu hjá.

FP Starf felagsins 2023 2024 nov

Stuðningur Íslendinga við málstað Palestínumanna er mikill og mælist hvergi hærri á Vesturlöndum. Félagið lét Maskínu framkvæma skoðanakönnun í október sl. og sýndi könnunin73% landsmanna styðja málstað Palestínumanna. en tæplega 10% styðja Ísrael.

Þessi könnun staðfestir niðurstöðu fyrri kannanna, en sýnir aukningu frá eldri könnunum þar sem 65 – 67% landsmanna tóku afstöðu með málstað Palestínumanna.

Félagið hefur stutt baráttuna fyrir sniðgöngu gegn Ísrael og hvatt íslensk stjórnvöld til þess að grípa til aðgerða með viðskiptaþvingunum og sliti á stjórnmálasambandi við ríkið sem brýtur alþjóðasamninga og fremur þjóðarmorð fyrir allra augum.

Liður í þessari baráttu er sniðgönguherferð gegn ísraelskum fyrirtækjum sem starfa hér á landi. Þekktast þeirra er greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem er í eigu Ísraela sem styðja þjóðarmorðið á Gaza opinskátt með ýmsum hætti. Sniðgangan hefur gengið mjög vel og hafa hundruð fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Skoðanakönnun sem FÍP lét framkvæma sýndi að 65% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyritæki sem nota þjónustu Rapyd.

7. október 2023

Eftir að árás Ísraels á Gaza hófst í okt­óber 2023 breyttist starf félagsins gífurlega og fljótlega varð ljóst að félagið þyrfti að sinna margfalt fleiri verkefnum en áður til að bregðast við árásunum og krefjast aðgerða íslenskra stjórnvalda. Stjórn félagsins sá hvert stefndi og var ákveðið að útvíkka stjórnina með því skipa n.k. neyðarstjórn.

Félagið birti yfirlýsingu þann 10. október þar sem sagði m.a.

  • Við fordæmum árásir og morð á almennum borgurum – undan­ tekningarlaust!
  • Við fordæmum morðárásir Ísraelshers á innilokaða íbúa Gaza!
  • Við fordæmum morð og ofbeldi Ísraelshers gegn Palestínumönnum á Vestur­ bakkanum!
  • Við fordæmum svik alþjóðasamfélagsins, sérstaklega forystu Vesturlanda, við Palestínu í áratugi!

Frá 7. október hefur félagið staðið fyrir og tekið þátt ásamt öðr­um aðilum í fjölda aðgerða; mótmæla­stöðum, mótmælagöngum, útifund­um, innifundum, tónleikum, barna­listasmiðjum, kertafleytingum, kyrrð­ar­stund­um o.fl. til að andmæla og vekja athygli á þjóðarmorði Ísraels á Gaza og áratuga hernámi. Þessi fjöldi aðgerða hefur aðeins verið mögu­leg­ur vegna samvinnu allra þeirra sjálfboðaliða sem að viðburðunum koma auk stjórnar, og áhuga almennings á að sýna Palestínufólki stuðning í verki.

Hagur félagsins

Á Þorláksmessu 2023 var félagið með söluborð á horni Laugavegar og Skólavörðustígs eins og verið hefur í áraraðir. Hryllilegt ástand mála í Palestínu og almenn samstaða Íslendinga með Palestínu kom fram m.a. í því að sala varnings fimmfaldaðist og seldust nær allar birgðir félagsins. Félagið hefur einnig verið með söluborð á öðrum samkomum og hefur salan gengið mjög vel.

Félagið er rekið með félagsgjöldum og hagnaði af sölu á varningi sem við ýmist kaupum frá Palestínu eða látum framleiða hér á landi. Á undanförnu ári hefur félagatala FÍP nær tvöfaldast.

Sökum mikillar sölu á varningi og fjölgun félaga þá er fjárhagur félagsins góður og við höfum ráðið starfsmann í hálft starf og einnig í fyrsta skipti í sögu félagsins opnað skrifstofu sem er í Hafnarstræti 15. Þar er líka opin verslun tvo daga vikunnar tvo tíma í senn.

Birtist í Frjáls Palestína.

  • Höfundur er kvikmyndagerðarmaður, formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top