Alþjóðlegur samstöðudagur með Palestínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar í Norræna húsinu laugardaginn 29. nóvember 2025 kl. 15:00.

Fundarstaður: Norræna húsið – The Nordic House
Dagskrá :
  • Sveinn Rúnar Hauksson fundarstjóri
  • Ávarp, Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis
  • Tónlistaratriði í flutningi Ragnheiðar Gröndal
  • Ræða, Ikram Zubaydi frá Tulkarem í Palestínu
  • Tónlistaratriði í flutningi Ragnheiðar Gröndal
  • Kynning á nýju eintaki Frjálsar Palestínu málgagni FÍP

Palestínska þjóðin heyr baráttu fyrir tilveru sinni. Í áratugi hafa Palestínumenn mátt þola ofsóknir í eigin landi, Ísrael hefur yfirtekið með hervaldi alla Palestínu og beitir ofurvaldi hervalds til að undiroka þjóð Palestínu.

Almenningur um allan heim hefur fylgst með hryllilegu þjóðarmorði sem enn stendur og ekkert lát á sprengjuárásum og skothríð. Ísrael hindrar flutninga hjálpargagna og lífsnauðsynja til sveltandi Gazabúa.

Ísrael hefur drepið tugþúsundir á Gaza og limlest hundruð þúsunda. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra sem Ísrael hefur myrt eru almennir borgarar og börn sem hafa verið myrt eru á þriðja tug þúsunda.

Íslendingar hafa skyldum að gegna. Það getur engin þjóð setið hjá þegar þjóðarmorð er annarsvegar, það er siðferðileg skylda og lagaleg skylda.

FIP Samstodufundur Norraena husid 29 11

Birtist á Facebook síðu Félagsins Ísland-Palestína.

  • Höfundur er kvikmyndagerðarmaður, formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top