Ályktun Öryggisráðs SÞ brýtur gegn sjálfsákvörðunarrétti Palestínumanna

Sérfræðingur hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna varar við því að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna brjóti gegn sjálfsákvörðunarrétti Palestínumanna og sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

GENF – Sérfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti yfir miklum áhyggjum að Öryggisráðið hefði samþykkt ályktun 2803 og varaði við því að hún stríði gegn sjálfsákvörðunarrétti Palestínumanna, styrki ólöglega viðveru Ísraels á hernumdum palestínskum svæðum, þar á meðal viðvarandi ólöglegri stefnu og starfsháttum, og því er hætta á að hún réttlæti áframhaldandi fjöldaofbeldi.

UN Special Procedures UNSC Resolution in violation w int law

„Ég fagna endurnýjaðri athygli Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á Gaza og brýnni þörf fyrir varanlegt vopnahlé,“ sagði Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi um stöðu mannréttinda á palestínsku svæðunum sem hafa verið hernumin síðan 1967.

„En ég er afar ráðvillt. Þrátt fyrir hryllinginn síðustu tveggja ára og skýrt lögfræðilegt álit Alþjóðadómstólsins hefur ráðið kosið að byggja ekki viðbrögð sín á þeim lögum sem því er skylt að framfylgja: alþjóðlegum mannréttindalögum, þar á meðal sjálfsákvörðunarréttinum, lögum um valdbeitingu, alþjóðlegum mannúðarlögum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna.“

„Í 24. grein (2) í sáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur skýrt fram að við skyldur sínar skuli ráðið „hegða sér í samræmi við tilgang og meginreglur Sameinuðu þjóðanna“.

„Í stað þess að marka leið til að binda enda á hernámið og tryggja vernd Palestínumanna, er hætta á að ályktunin festi í sessi utanaðkomandi stjórn á stjórnarháttum, landamærum, öryggi og endurreisn Gaza. Ályktunin svíkur fólkið sem hún segist vernda.“

Ályktunin var samþykkt á mánudaginn (17) með 13 atkvæðum og með hjásetu Rússlands og Kína.

Albanese lagði áherslu á að ályktun 2803 komi í stað skýrra lagalegra skuldbindinga gagnvart Palestínumönnum með „öryggi-fyrst, fjármagnsdrifnu líkani af erlendri stjórn“ sem festir í sessi núverandi valdamisræmi. „Umboðið að ‘tryggja landamæri‘, ‘vernda óbreytta borgara‘ og ‘afvopnun‘ beinist næstum eingöngu að því að afvopna palestínska vopnaða hópa án þess að gera neitt til að binda enda á rót ofbeldisins: áframhaldandi ólögmætt umsátur Ísraels, hernám, kynþáttaaðskilnað og aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsun,“ sagði hún.

„Hernaðarafl sem heyrir undir svokallaða ‘friðarnefnd‘ undir formennsku forseta Bandaríkjanna, virks aðila í þessum átökum sem stöðugt hefur veitt hernaðarlegan, efnahagslegan og diplómatískan stuðning við veldi hins ólöglega hernáms, er ekki löglegt,“ sagði sérfræðingurinn. „Þetta er, einfaldlega og skýrt, óskammfeilin tilraun til að þröngva, með hótun um áframhaldandi valdbeitingu gegn nánast varnarlausum íbúum, áfram hagsmunum Bandaríkjanna og Ísraelsmanna.“

„Í raun mun þetta skilja Palestínu eftir í höndum strengjabrúðustjórnar, sem felur Bandaríkjunum, sem eiga hlutdeild í þjóðarmorðinu, að stjórna opnu fangelsi sem Ísrael hefur þegar komið á fót.“

„Ef hernámssvæði Palestínumanna, þar á meðal Gaza, þarfnast alþjóðlegrar viðveru, ætti að fela þeim umboð til að hafa eftirlit með tafarlausri og skilyrðislausri brottför Ísraels frá hernumdum palestínskum svæðum, í samræmi við ráðgefandi álit Alþjóðadómstólsins frá 2024 og ályktun allsherjarþingsins,“ sagði sérstaki skýrslugjafinn. „Slík viðvera ætti að vernda óbreytta borgara, tryggja að stríðsátökum verði hætt, koma í veg fyrir frekari flótta, tryggja ábyrgð á alvarlegum brotum og styðja palestínsku þjóðina í að nýta rétt sinn til að ákveða með óbundnum hætti pólitíska framtíð sína.“

Albanese varaði við því að svo lengi sem Ísrael væri raunverulega með viðveru í einhverjum hluta hernámssvæðisins, þar á meðal Gazaströndinni, væri það alþjóðlega ranglát athöfn sem öll ríki, þar á meðal Bandaríkin, eru bundin af að viðurkenna ekki, hjálpa eða aðstoða.“

„Alþjóðadómstóllinn var skýr: sjálfsákvörðunarréttur er ófrávíkjanlegur réttur palestínsku þjóðarinnar og Sameinuðu þjóðirnar og öllum ríkjum er skylt að aðstoða við að koma honum í framkvæmd. Þetta getur aðeins orðið með því að Ísrael hætti ólöglegri viðveru á hernumdum palestínskum svæðum tafarlaust og skilyrðislaust. Að skipta út einum ofbeldisfullum stjórnanda fyrir annan er ekki virðing sjálfsákvörðunarréttar, það er ólöglegt.“

Sérstakur skýrslugjafi sagði að Palestínumenn þyrftu ekki eftirlitssveit yfir rústum eyðilagðs heimalands síns. „Þeir þurfa verndandi alþjóðlega viðveru sem bindur enda á ólöglegt hernám Ísraels, stöðvar þjóðarmorðin og endurheimtir getu þeirra til sjálfstjórnar. Vernd þýðir að aflétta herkvínni, tryggja óhindraðan aðgang mannúðaraðstoðar, styðja við stjórn undir forystu Palestínumanna, tryggja réttinn til að snúa aftur og framfylgja alþjóðalögum að fullu,“ sagði hún.

Albanese varaði einnig við því að sum ríki hefðu þegar notað áætlunina sem „pólitískan þrýstiventil“ til að fresta umræðum um refsiaðgerðir og aðrar raunhæfar aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að stöðva alvarleg brot. „Ríki geta ekki hunsað alvarleg brot á ófrávíkjanlegum viðmiðum þegar pólitísk áætlun býður upp á tímabundin diplómatísk þægindi.“

„Ég hvet því öll ríki, sérstaklega þau sem greiddu atkvæði með ályktuninni, til að túlka og framkvæma hana á þann hátt sem samræmist bindandi alþjóðalögum,“ sagði hún. „Að setja alþjóðalög til hliðar gerir Sameinuðu þjóðirnar samsek, grefur undan sáttmála Sameinuðu þjóðanna og getur aðeins leitt til „aukinna manndrápa“.

„Þetta er tilvistarleg stund,“ sagði Albanese. „Alþjóðasamfélagið má ekki heimila að framtíð Gaza – eða framtíð palestínsku þjóðarinnar – sé ákvörðuð án þeirra umboðs og samþykkis. Aðeins nálgun sem byggir á réttlæti, lögmæti og sjálfsákvörðunarrétti getur leitt til raunverulegs friðar.“

Francesca Albanese er sérstakur skýrslugjafi um stöðu mannréttinda á palestínskum svæðum sem hafa verið hernumin frá 1967.

Ofangreindur texti (lausleg þýðing) er úr fréttatilkynningu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top