Ísland sat hjá í atkvæðgreiðslu um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gaza sem lögð var fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 27.10.2023 en 120 lönd greiddu atkvæði með, 45 sátu hjá og 14 voru á móti.

Maskína lagði könnun fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 3. til 7. nóvember 2023 og voru svarendur 1.259 talsins. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópur fólks (e. panel) sem valin var með slembiúrtaki úr Þjóðskrá, á netinu.
Svarendur voru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Samkvæmt Maskínu voru svör vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega.
Ertu ánægð(ur/t) eða óánægð(ur/t) með hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunar tillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza?
Mjög ánægðir (7,5%) og fremur ánægðir (5,6%) með hvernig Íslands ráðstafaði sínu atkvæði um vopnahlé á Allsherjarþingi SÞ voru um 13%.
Þeir sem voru í meðallagi ánægðir eða óánægðir með hvernig Íslands ráðstafaði sínu atkvæði um vopnahlé á Allsherjarþingi SÞ voru um 16%.
Mjög óánægðir (58,5%) og fremur óánægðir (12,3%) með hvernig Ísland ráðstafaði sínu atkvæði um vopnahlé á Allsherjarþingi SÞ voru um 71%.
Könnun hjá Maskínu.
