Tilkynning frá Félaginu Ísland-Palestína.
Færsluhirðirinn Rapyd sem er ísraelskt fyrirtæki með útibú á Íslandi hefur verið í fréttum að undanförnu vegna yfirlýsts stuðnings þess við stríð Ísraels á Gaza.
Þá hafa fjölmiðlar í Ísrael flutt fréttir af beinni þáttöku Rapyd í stríðinu því fyrirtækið hefur sett á stofn sérstakta stríðsstofu eða „war room“ til að aðstoða ísraelska herinn.
Vegna þessa hafa neytendur á Íslandi viljað sneiða hjá viðskiptum við Rapyd þótt það sé erfitt því fyirtækið er stærsti færsluhirðir hér á landi.
Rapyd hefur brugðiðst við sniðgöngunni með því að fjarlægja merki fyrirtækisins af posum – að eigin sögn til að fela fyrir neytendum að þeir séu að skipta við Rapyd.
Maskína gerði nýlega könnun á afstöðu Íslendinga til viðskipta við fyrirtæki sem nota færsluhirðingu Rapyd.
Niðurstaðan er vægast sagt sláandi því 57% Íslendinga vilja síður eða alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd.
37% segja að það skipti þau engu máli og 6% vilja frekar eiga viðskipti við fyrirtæki sem eru með færsluhirðingu frá Rapyd.
Ekki er mikill munur á afstöðu fólks eftir aldri eða búsetu en andstaðan við Rapyd er minnst í yngsta hópnum, 18-29 ára, þar sem tæp 50% vilja forðast Rapyd.
Andstaðan við Rapyd eykst með menntun því rúmlega 40% þeirra sem eru með grunnskólapróf vilja forðast Rapyd og rúm 50% þeirra sem eru með framhaldsskólapróf en nærri 70% þeirra sem eru með háskólapróf vilja síður eða ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd.
Niðurstaðan er svipuð í öllum tekjuhópum en nokkuð mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka eins og við er að búast.
Birtist á Facebook síðu Félagsins Ísland-Palestína.
