Fullur stuðningur við úldnar leifar nýlendustefnunnar

Samhljóða stuðningur Vesturlanda, Arabaríkjanna og aðalritara Sameinuðu þjóðanna við vopnahléstillögunnar þýðir ekki annað en að þar er fullur stuðningur við úldnar leifar nýlendustefnunnar, síonismans og langvarandi þjóðarmorðs og kúgunar Palestínufólks sem hefur staðið yfir í meira en 100 ár. Upphafið á rætur í gömlu goðsagnarugli sem engum heilvita manni dettur lengur í hug að nokkur sögulegur fótur sé fyrir en einnig kaldrifjaðri hugmynd breskra stjórnmálamanna sem sáu færi á að koma í veg fyrir að Gyðingar flyttust í stórhópum frá Austur Evrópu til Englands.

Vera má að óhjákvæmilegt sé að samþykkja tillögurnar eins og sakir standa svo hjartfólgnir vinir okkar á Gaza eigi lífsvon eða kost á skárri aðstæðum um hríð. Svo blóðbaðið stöðvist, morðin og limlestingarnar á saklausu fólki, ekki síst börnum. En heimsmyndin að baki tillögunum er á fallandi fæti hvort sem litið er til samfélags eða umhverfis og Ísraelsríki gæti verið í þann veginn að hrynja innanfrá (og USA að loka sjoppunni). Vonin til lengri tíma felst í því að almenningur um heim allan hefur snúist hratt á sveif með Palestínufólki. Þekking fólks á harmsögunni hraðvex, fáni þeirra blaktir um allt, palestínsk menning og bókmenntir breiðast um heimsbyggðina svo síonískar sögufalsanir og blekkingarvefir eru óðum að rekjast upp. Þess vegna má ekki láta deigan síga þó að einhvers konar vopnahléslíki hafi verið kokkað upp úr vestrænum hroka og forræðishyggju. Baráttan heldur áfram, stuðningurinn þarf að halda áfram að vaxa og þar með þrýstingur á þau stjórnvöld sem ekki eru enn farin að átta sig á samsekt sinni.

Kynnum okkur palestínska sögu, menningu og skáldskap, nóg er til af bókum og efni á netinu, og eignumst vini á Gaza til að styðja í gegnum þessar hörmungar. Félagið Ísland Palestína hefur lengi unnið mikið og gott starf og Vonarbrú er magnað almannaheillafélag sem helgað er stuðningi við nauðstaddar fjölskyldur og við erum mörg sem höfum milligöngu um svipaða hjálp við einstaklinga.

Vonarbru Hjalparsamtok Gaza
Vonarbrú almannaheillafélag
Logo fip
Félagið Ísland-Palestína

DEILIST ENDILEGA!

Birtist á Facebook síðu höfundar.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top