Félagið Ísland – Palestína boðar til samstöðugöngu n.k. laugardag 1. nóvember 2025, kl. 14:00.
Við förum í samstöðugöngu með Palestínu laugardaginn 1. nóvember frá Skólavörðuholti klukkan 14, að Austurvelli þar sem Magga Stína, Frelsisflotafari heldur ræðu. Fjölmennum!
- Vopnahlé er ekki réttlæti, vopnahlé er ekki frjáls Palestína!
- Ísraelsríki brýtur vopnahléið í sífellu, kemur í veg fyrir flutning neyðargagna og myrðir hundruði Palestínumanna á Gaza, auk þess sem ofbeldi og þjóðernishreinsanir aukast á Vesturbakkanum.
- Þjóðarmorðið hefur ekki verið stöðvað, það hefur bara hægst á því.
- Ríkisstjórn Íslands hefur fullkomlega brugðist í að hindra þjóðarmorðið á Gaza og sinna skyldum sínum gagnvart alþjóðalagakerfinu.
- Það verður að draga Ísraelsríki til ábyrgðar fyrir þjóðarmorðið á palestínsku þjóðinni.
- Við höldum baráttunni áfram – þar til palestínska þjóðin býr við réttlátan og raunverulegan frið!
- Aðgengismál: Ræða á Austurvelli verður táknmálstúlkuð.
- Fjölmennum!

Birtist á Facebook síðu Félagsins Ísland – Palestína.
