Félagið Ísland – Palestína boðar til samstöðugöngu n.k. laugardag 1. nóvember 2025, kl. 14:00.
Við förum í samstöðugöngu með Palestínu laugardaginn 1. nóvember frá Skólavörðuholti klukkan 14, að Austurvelli þar sem Magga Stína, Frelsisflotafari heldur ræðu. Fjölmennum!
Vopnahlé er ekki réttlæti, vopnahlé er ekki frjáls Palestína. Ísraelsríki heldur áfram að brjóta vopnahléið, kemur í veg fyrir flutning neyðargagna til Gaza og hefur myrt hundruðir Palestínumanna á Gaza. Þjóðarmorðið heldur áfram. Ríkisstjórn Íslands hefur fullkomlega brugðist í að hindra þjóðarmorðið á Gaza en því ber líka skylda að refsa gerendum fyrir það. Við verðum að draga Ísraelsríki til ábyrgðar fyrir þjóðarmorðið á palestínsku þjóðinni. Við höldum áfram þangað til að Palestína verður frjáls!

Birtist á Facebook síðu Félagsins Ísland – Palestína.
