Mannréttindi í litlum metum

Skoðanakönnun um afstöðu ísraelskra unglinga til mannréttinda:

60 af hundraði unglinga kjósa „stór-Ísrael“ umfram mannréttindi. 67% telja að hvetja ætti arabísku íbúa [herteknu] svæðanna tii að flytja á brott. 69% telja að ekki eigi aö veita aröbum jafnrétti. Þetta kemur fram í nýlegri könnun um afstöðu ísraelskra unglinga sem próf. Zeev Ben Sifra lét gera. Hann starfar í Gutman stofnuninni um hagnýt félagsvísindi í Jerúsalem.

Það var menntamálaráðuneyti ísraelska ríkisins sem pantaði könnunina. Í henni var tekið úrtak 1840 unglinga frá 24 framhaldsskólum í Ísrael.

Fp mannrettindi i litlum metum nov 1990 1
Shimon Peres og Yitzhak Shamir á þingfundi i Knesset. Þeim hefur tekist vel við uppfræðslu ungviðisins, eða hitt þó heldur

Niðurstöður könnunarinnar sýna að þótt flestir unglingar telji mikilvægt fyrir Ísrael að vera lýðræðisríki, setja þeir öryggi ríkisins ofar lýðræðinu. Til dæmis taka 75% öryggi fram yfir mannréttindi og tjáningarfrelsi. Aðeins 14% setja mannréttindi ofar öryggi.

Aðspurðir hver sé kjarni lýðræðis, nefndu aðeins 23% jafnrétti allra ríkisborgara og aðeins 41% nefndu persónufrelsið. Flestir (67%) nefndu tjáningarfrelsi sem kjarna lýðræðis en 66% þeirra sögðust styðja ritbann á gagnrýnisskrif sem snerta öryggismál.

50% unglinga vilja ekki búa erlendis og 80% þeirra finnst þeir vera „heima“ í Ísrael. 89% skilgreina sig sem zíonista en af þeim telja 87% að kjarni zíonismans sé að viðhalda gyðingaeðli Ísraelsríkis. 81% telja það zíonisma að þjóna í ísraelska hernum. 79% telja zíonisma vera fólginn í rétti hvers gyðings í heiminum tii að flytja til Ísraels. 79% telja zíonisma vera að gyðingar taki ekki araba í vinnu og 78% telja zíonisma vera að stofnsetja landnemabyggðir í Negev og Galíleu.

41% telja að með því að binda enda á hernámið, væri verið að ráðast að zíonismanum. 34% aðspurðra telja sambúð araba og gyðinga í sömu borg vera í andstöðu við zíonisma og 34% telja að félagsleg samskipti araba og gyðinga grafi undan zíonisma.

(Ha’aretz, 17. sept. 1990)

Birtist í Frjáls Palestína.

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top