Skoðanakönnun um afstöðu ísraelskra unglinga til mannréttinda:
60 af hundraði unglinga kjósa „stór-Ísrael“ umfram mannréttindi. 67% telja að hvetja ætti arabísku íbúa [herteknu] svæðanna tii að flytja á brott. 69% telja að ekki eigi aö veita aröbum jafnrétti. Þetta kemur fram í nýlegri könnun um afstöðu ísraelskra unglinga sem próf. Zeev Ben Sifra lét gera. Hann starfar í Gutman stofnuninni um hagnýt félagsvísindi í Jerúsalem.
Það var menntamálaráðuneyti ísraelska ríkisins sem pantaði könnunina. Í henni var tekið úrtak 1840 unglinga frá 24 framhaldsskólum í Ísrael.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að þótt flestir unglingar telji mikilvægt fyrir Ísrael að vera lýðræðisríki, setja þeir öryggi ríkisins ofar lýðræðinu. Til dæmis taka 75% öryggi fram yfir mannréttindi og tjáningarfrelsi. Aðeins 14% setja mannréttindi ofar öryggi.
Aðspurðir hver sé kjarni lýðræðis, nefndu aðeins 23% jafnrétti allra ríkisborgara og aðeins 41% nefndu persónufrelsið. Flestir (67%) nefndu tjáningarfrelsi sem kjarna lýðræðis en 66% þeirra sögðust styðja ritbann á gagnrýnisskrif sem snerta öryggismál.
50% unglinga vilja ekki búa erlendis og 80% þeirra finnst þeir vera „heima“ í Ísrael. 89% skilgreina sig sem zíonista en af þeim telja 87% að kjarni zíonismans sé að viðhalda gyðingaeðli Ísraelsríkis. 81% telja það zíonisma að þjóna í ísraelska hernum. 79% telja zíonisma vera fólginn í rétti hvers gyðings í heiminum tii að flytja til Ísraels. 79% telja zíonisma vera að gyðingar taki ekki araba í vinnu og 78% telja zíonisma vera að stofnsetja landnemabyggðir í Negev og Galíleu.
41% telja að með því að binda enda á hernámið, væri verið að ráðast að zíonismanum. 34% aðspurðra telja sambúð araba og gyðinga í sömu borg vera í andstöðu við zíonisma og 34% telja að félagsleg samskipti araba og gyðinga grafi undan zíonisma.
(Ha’aretz, 17. sept. 1990)
Birtist í Frjáls Palestína.
