Ofbeldi gegn gyðingum í verkfalli
Tugir starfsmanna á vegum fyrirtækis sem fæst við öryggisvernd, beittu hundum og kylfum gegn hundruðum starfsmanna Soltam verksmiðjanna í bænum Jokne’am. Soltam er í eigu Koor, dótturfyrirtækisins Histradrút (sem er bæði stærsti atvinnurekandi í Ísrael og jafnframt Alþýðusamband Ísraels).
Verkamennirnir höfðu tekið með sér svefnpoka og ætluðu að sofa fyrir utan verksmiðjuna til að standa vörð um verkfall sitt. Sumir eru að huga að hungurverkfaili nú. Verfallið hófst eftir að Soltam hafði sagt upp flestum þeirra vegna niðurskurðar.
Ljósmyndari síðdegisblaðsins Jedi’ot Aharonot, Eres Ishcarov, var dreginn út eftir að hafa verið barinn illa af starfsmönnum öryggisfyrirtækisins. Hann sagði: „yfirmaður öryggisfyrirtækisins þreif í mig, lamdi mig í höfuðið með kylfu og braut myndavél mína. Ég bað hann að hætta en hann hélt áfram. Aðrir börðu mig með kylfum á brjóstkassa og hnakka.“
Yfirmaður öryggisfyrirtækisins neitaði að ræða við blaðið en í viðtali við útvarpsstöð í gær, sagði hann að þetta hafi verið hernaðaraðgerð og að ráðist hefði verið á starfsmenn sína með grjótkasti.
(Jedi’ot Aharonot, 7. sept. 1990)
Atvinnurekandi handtekinn
Lögreglan hefur ákveðið að beita festu gegn atvinnurekendum sem leyfa íbúum herteknu svæðanna að sofa ólöglega innan „grænu línunnar“ (landamærin frá 1967 sem aðskilja Ísrael frá herteknu svæðunum). Héraðsréttur í Haifa gaf út í gær handtökuskipun á hendur Eliezer Lupansky, 44 ára, frá Haifa. Lupansky, eigandi verkstæðis, er sagður hafa leyft verkamönnum frá herteknu svæðunum að sofa í húsakynnum sínum. [Verkamenn frá herteknu svæðunum mega ekki sofa í Ísrael heldur verða að hverfa heim að loknum vinnudegi, þótt ferðalagið taki 2 eða 3 tíma – E.Dj.]
Talsmaður lögreglunnar Danny Koplevitz, sagðist hafa uppgötvað, þegar húsakynni atvinnurekandans höfðu verið skoðuð fyrir tveimur mánuðum, að íbúar frá herteknu svæðunum, þ.e. frá Rafah og Nablús, dvöldu þar ólöglega. Þegar Lupansky neitaði að mæta til yfirheyrslu, gaf dómarinn út handtökuskipun gegn honum.
(Ma’ariv, 7. sept. 1990)
Birtist í Frjáls Palestína.
