Dr. Eugene Makhlouf, sendifulltrúi PLO með aðsetur í Svíþjóð, kom hingað til lands miðvikudaginn 13. mars sl. í boði Félagsins Ísland-Palestína og dvaldist hér í 4 daga. Makhlouf átti fundi með forsætisráðherra, utanríkisráðherra, utanríkismálanefnd Alþingis, varaformanni Sjálfstæðisflokks, biskupi Íslands, forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þá var hann gestur Sambands ungra jafnaðarmanna á kvöldverðarfundi í Hafnarfirði og aðalræðumaður á opnum fundi Félagsins Ísland-Palestína.
Boðað var til blaðamannafundar í tilefni heimsóknarinnar og dr. Makhlouf veitti auk þess fjórum blaðamönnum einkaviðtöl auk viðtala við fréttamenn útvarps og sjónvarps.
Óhætt er að fullyrða að mjög vel hafi tekist til um heimsókn Makhlouf. Við brottförina lét hann í Ijós þakklæti fyrir þær mótttökur sem hann hlaut og ánægju með þær undirtektir sem mættu honum hvarvetna varðandi málstað palestínsku þjóðarinnar.
Birtist í Frjáls Palstína.
