Alger vanvirðing á mannúðarlögum

1 IV. Genfarsáttmálanum, grein 56, segir: „Hernámsveldi ber, eins og því er mögulega kleift, skylda til að tryggja og viðhalda læknisþjónustu og sjúkrahúsum, heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu á herteknum svæðum með sérstakri tilvísan til aðlögunar og framkvæmda fyrirbyggjandi aðgerða sem nauðsynlegar eru til að koma í veg fyrir og berjast gegn útbreiðslu smitsjúkdóma og farsótta. Heilbrigðisstarfsfólki af öllum gerðum skal leyft að leysa af hendi skyldur sínar.“

Upplýsingamiðstöð palestínsku mannnréttindasamtakanna (PHRIC), sem aðsetur hefur í Jerúsalem, sendi frá sér skýrslu um eftirfarandi atriði þ.e. atburði sem áttu sér stað á árinu 1990:

  • Í fjórum tilfellum voru Palestínumenn, sem orðið höfðu fyrir skotum, barðir og síðan skotnir á ný af ísaelskum hermönnum eða leyniþjónustumönnum, þar sem þeir lágu á jörðinni. Í öðrum tólf tilfellum voru Palestínumenn sem orðið höfðu fyrir byssukúlum barðir þrátt fyrir skotsár sín. Sjö þeirra, sem skotnir höfðu verið og síðan barðir, dóu í kjölfarið.
  • Í 42 tilfellum var særðum Palestínumönnum neitað um læknisþjónustu og leiddi það til dauða 12 þeirra.
  • 56 árásir ísraelskra hermanna inn á sjúkrahús og læknastöðvar. Fimm þessara árása voru á Augusta-Victoria sjúkrahúsið í Jerúsalem.
  • 13 árásir á Ittihad sjúkrahúsið í Nablus.
  • Tíu árásir á Ahli sjúkrahúsið á Gaza.

Í þessum árásum voru:

  • 21 handteknir, þar á meðal 13 sjúklingar, sumir í lífshættu;
  • sjö særðir, annað hvort barðir eða skotnir.

Eyðilegging á húsakynnum og búnaði:

  • Í fjórum þessara árása var táragas notað innanhúss;
  • Hermenn lögðu undir sig læknastöð í þorpinu Beit Furik og henni var breytt í eftirlitsstöð fyrir herinn.

Árásir á lækna og hjúkrunarfólk:

  • Níu palestínskir læknar og hjúkrunarfræðingar voru handteknir, tveir þeirra fyrir að meöhöndla ungmenni sem særst höföu í átökum við ísraelska hermenn;
  • Palestínskir læknir voru barðir, skotnir með gúmmíkúlum, ógnað með skotvopnum og heimili þeirra urðu fyrir árásum ísraelskra hermanna og landnema;
  • Fimm læknar og einn hjúkrunarfræðingur voru reknir úr starfi af ísraelskum yfirvöldum fyrir að sinna unglingum sem særst höfðu í átökum við herinn eða af óskýrðum „öryggisástæðum“.

Úr fréttabréfi Palestínska Rauða Hálfmánans, janúar/febrúar 1992.1 SRH

Birtist í Frjáls Palestína.

  • Höfundur er læknir, formaður Félagsins Ísland Palestína (1991-2016) og heiðursborgari í Palestínu (frá 2015).

Scroll to Top