Afleiðingar hernámsins: Hvergi fleiri pólitiskir fangar

Handtökur

Á árunum 1967-1987 áttu sér stað 535.000 handtökur á palestínsku fólki. Frelsissviptingin hefur numið allt frá 24 klukkustundum til 13 samfelldra lífstíðardóma. Að meðaltali voru 27.000 handtökur á ári. Þeim fjölgaði enn meir eftir að Intifada, uppreisnin gegn hernáminu, braust út. Fyrstu þrjú ár Intifada áttu sér stað 140.000 handtökur, að meðaltali 3.900 á mánuði og 130 handtökur á dag. Handtökum hefur fækkað aftur síðustu tvö árin í að meðaltali 76 handtökur á dag. Í allt hafa 175 þúsund manns á öllum aldri verið handteknir frá upphafi Intifada, altt frá börnum til gamalmenna.

Særðir

Frá upphafi Intifada til janúar 1993 höfðu 142 þúsund manns særst. Í þeim tölum eru ótalin sálfræðileg áföll af völdum hernámsins, einkum hjá börnum, en þau hafa lagt marga í rúst. Fjöldi þeirra sem orðið hafa fyrir alvarlegri líkamlegri fötlun var orðinn 6.500 í janúar í fyrra og margir hafa bæst í hópinn síðan. Hér er um að ræða fólk sem misst hefur útlimi, líffæri, skynfæri eða orðið fyrir annarri alvarlegri sköddun á heila eða miðtaugakerfi.

Fp hvergi fleiri polisiskir fangar jan 1994 1
168 höfðu látist af völdum yfirheyrslna, þar af 37 myrtir meðan á yfirheyrslu stóð

Fórnarlömb þessara áverka af völdum hernámsins eru á öllum aldri, allt frá ungabörnum til háaldraðs fólks. Stærsti hópurinn hlutfallslega, sem verður fyrir skotárásum eða beinbrotum, eru ungir menn á aldrinum 17 til 25 ára. Ekkert þorp né flóttamannabúðir, alveg sama hve afskekkt, hefur sloppið við þessar afleiðingar hernámsins.

Fallnir

Palestínumenn líta á alla þá sem falla af völdum hernámsins sem píslarvætti. Fjöldi þeirra var orðinn 1.541 í febrúar 1993 og er þá miðað við frá upphafi Intifada í desember 1987. 168 höfðu látist af völdum yfirheyrslna þar af 37 myrt meðan á yfirheyrslu stóð. Fjörtíu og sex voru myrtir með pyntingum áður en Intiada hófst, en í heild er talið að fjöldi píslarvætta frá árinu 1967 sé 37 þúsund manns.

(Stuðst við tímaritið 17. apríl, Jerúsalem, desember 1993, SRH)

Birtist í Frjáls Palestína.

  • Höfundur er læknir, formaður Félagsins Ísland Palestína (1991-2016) og heiðursborgari í Palestínu (frá 2015).

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðufundar "Hvílum Júróvisjón" n.k. miðvikudag 10. desember 2025, kl. 14:30 hjá RÚV í Efstaleiti 1, sjá nánar.

Scroll to Top