Þann 20. janúar 1996 fóru fram fyrstu almennu kosningarnar í Palestínu. Kosningaþátttaka var mjög mikil, um 90% á Gaza-svæðinu og nærri 70% á Vesturbakkanum. Ísraelsher truflaði kosningarnar í Jerúsalem og Hebron og hindraði fólk í að kjósa á þessum stöðum. Það útskýrir að verulegu leyti muninn á Gaza og Vesturbakkanum.

Jasser Arafat hlaut 88% atkvæða í forsetakosningunum og frambjóðendur Fatah náðu 50 af 88 sætum í Ráðinu sem kosið var til. Stefna meirihlutans í PLO undir forystu Arafats á einnig fylgismenn meðal þeirra óháðu sem náðu kjöri. Athyglisvert var að þrátt fyrir að Arafat og félagar hans hafi unnið stórsigur í þessum kosningum, þá var það helsti gagnrýnandi þeirra, Haidar Abd al-Shafi læknir og fyrrum formaður friðarviðræðunefndar Palestínumanna, sem fékk flest atkvæði í Gaza-borg.
Önnur gagnrýnisrödd, Hanan Ashr-awi, fyrrum talsmaður friðarviðræðunefndarinnar fékk næstflest atkvæði í Jerúsalem, næst á eftir Quray fjármálaráðherra.
Birtist í Frjáls Palestína.