Palestinian National Council

« Til baka í orðalista

Þjóðarráð Palestínumanna (PNC) er æðsta yfirvald Palestínumanna á öllum búsetustöðum þeirra. Það ákvarðar stefnu og áætlanir PLO gagnvart markmiðum Palestínumanna um sjálfsákvörðunarrétt, stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna með Jerúsalem sem höfuðborg og heimkomu flóttamanna.

Eftir Al-Nakba (hörmungina) árið 1948 ákvað æðsta nefnd Palestínumanna, undir forystu Haj Amin Al-Husseini, að kalla eftir boðun þjóðarráðs Palestínumanna sem kom síðan saman í Gaza 1. október 1948. Þetta var fyrsta löggjafarvald Palestínumanna sem stofnað var í arabíska ríkinu Palestínu. Ráðið myndaði síðan palestínska ríkisstjórn (alfarið skipuð Palestínumönnum) undir forystu Hilmi Abdel Baqi, sem var fulltrúi Palestínu í bandalagi arabískra ríkja.

Fyrsta þjóðarráðstefnan var haldin í Jerúsalem 28. maí – 2. júní 1964. Þjóðarráð Palestínumanna (PNC) var skipað 422 meðlimum og það lýsti yfir stofnun Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), sem yrðu jafnframt leiðtogasamtök Palestínumanna. Þjóðarsáttmáli Palestínumanna var einnig útgefin og inniheldur m.a. samþykktir samtakanna og Ahmad Al-Shukairy var kjörinn fyrsti formaður Palestínumanna.

Heimild: Wikipedia og Þjóðarráð Palestínumanna.

« Til baka í orðalista
Scroll to Top