Lokaverkefni Nazima Kristínu Tamimi til BA–gráðu í mannfræði við Félags- og mannvísindadeild í Háskóla Íslands.
Ágrip
Hugmynd að ríkinu Ísrael kom fram í kringum árið 1920. Með loforði um viðurkenningu innfæddra Palestínumanna varð sú hugmynd að veruleika og ríkið Ísrael leit dagsins ljós árið 70 árum, mörgum stríðum og uppreisnum seinna berjast Palestínumenn enn fyrir þeirri viðurkenningu sem þeim var lofað á meðan ríkið Ísrael er alþjóðlega viðurkennt. „Græna línan“ var strikuð á landakort til að afmarka svæði Ísraels og yfirráðasvæði Palestínumanna en í gegnum tíðina hefur Ísraelsríki átt mörg landamæri þar sem Ísrael hefur fært línuna til, sér í hag. Aðskilnaðarvegg hefur verið komið fyrir meðfram grænu línunni en þó innan hennar á palestínsku umráðasvæðinu og þar af leiðandi hefur umsamið svæði Palestínumanna minnkað og svæði Ísrael stækkað. Veggurinn sem skilur að fjölskyldur, þorp, bæi og landareignir hefur verið dæmdur ólöglegur samkvæmt alþjóðalögum en er enn í framkvæmd og hefur staðið síðan 2003. Í dag búa tvær ólíkar þjóðir innan sama ríkis sem að hluta til viðurkenna ekki hvor aðra, en geta stjórnvöld annarra landa viðurkennt ríki annarrar þjóðar en ekki hinnar? Er hægt að viðurkenna Ísrael sem ríki ef ítrekað er verið að færa landamæri þess? Er til lausn á stöðugum átökum á svæðinu við botn Miðjarðarhafs? Er tveggja ríkja lausn alvöru lausn, eða mun hún aldrei verða að veruleika? Er Ísrael aðskilnaðarríki?
Í þessari ritgerð mun ég fara í gegnum sögu stofnunar Ísraelsríkis og velta þessum spurningum fyrir mér.
Birtist í Skemmunni.