Fyrirlestur Gil Epstein á vegum PRICE (Pension Research Institute Iceland) fór fram 6. ágúst 2025 í sal Þjóðminjasafnsins. Í auglýsingu fyrir atburðinn kom fram að hann væri um gervigreind og mikil áhersla var lögð á tengsl Epsteins við ísraelskar stofnanir og ísraelska ríkið. Auglýsingunni hefur verið eytt af heimasíðu PRICE en ég á reyndar skjáskot af henni. Ég tók saman nokkrar staðreyndir um Gil Epstein og um hlutverk hans sem prófessors og deildarforseta innan ísraelska herveldisins.
Samantektin er á pdf-formi eins og er, en í henni er lítillega sagt frá þátttöku Ilan-Bar háskóla (þar sem Gil vinnur) í hernáminu og stuðningi skólans við þjóðarmorðið og um framgöngu Gil sem fulltrúi skólans. Þar eru skjáskot af auglýsingu viðburðarins og af samfélagsmiðlapóstum Epstein þar sem hann hvetur sína nemendur áfram í hernaðinum.
















Eftirfarandi skjal inniheldur samantekt fyrir Háskólafólk fyrir Palestínu í september 2025.
Birtist fyrst á Facebook síðu höfundar.