Palestinian National Authority

« Til baka í orðalista

Heimastjórn Palestínu (e. Palestinian National Authority) er stjórnvaldsstofnun undir stjórn Fatah sem hefur að hluta til borgaralegt vald, í samræmi Óslóarsamkomulagið frá 1993–1995, yfir palestínskum hverfum á Vesturbakkanum sem Ísrael hernumdi 1967. Palestínska heimastjórnin stjórnaði Gazaströndinni fyrir kosningarnar í Palestínu árið 2006 en missti stjórnina á Gaza til Hamas eftir kosningasigur þeirra í lýðræðislegum kosningum og í framhaldinu átaka á milli Fatah og Hamas.

Palestínska heimastjórnin heldur áfram að gera tilkall til Gazastrandarinnar, þótt Hamas fari með raunverulegt vald þar. Frá janúar 2013, í kjölfar ályktunar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 67/19, hefur palestínska heimastjórnin notað nafnið „Palestínska ríkið“ á opinberum skjölum, án þess að það hafi áhrif á hlutverk Palestínsku frelsissamtakanna (PLO) sem „fulltrúa palestínsku þjóðarinnar“.

Heimild: Wikipedia


« Til baka í orðalista
Scroll to Top