Á vefsíðunni „ifamericanknew.org“ er að finna ýmsar upplýsingar sem ætlaðar eru til að leiða bandarískum almenningi fyrir sjónir hverjar afleiðingar stefna Bandaríkjastjórnar í málefnum Ísraels og Palestínu hefur haft. Bandaríkin hafa lausn deilunnar í höndum sér vegna áhrifa sinna, en vegna áhrifna gyðingasamfélagsins þar í landi hafa afskipti þeirra orðið til þess að auka markvisst það óréttlæti sem ríkt hefur í samskiptum Ísraela og Palestínumanna.
Súluritin hér á síðunni segja meira en margar hjartnæmar ræður um það ástand sem ríkir í Palestínu og þann gífurlega mun sem er á lífskjörum þar og í Ísrael. Sama er að segja um félagslegt öryggi. Hryðjuverkastjórn Ariels Sharons hefur tekist með dyggri hjálp Bush forseta að búa svo um hnútana að friður er fjær en nokkru sinni fyrr.
Atvinnuleysi meðal Palestínumanna

Fallnir Ísraelar og Palestínumenn frá 29. september 2000

Uppbygging nýrra byggða Palestínumanna og Ísraela

Ályktanir Sameinuðu þjóðanna gegn Ísrael og Palestínu

Fallin ísraelsk og palestínsk börn frá 29. september 2000

Særðir Ísraelar og Palestínumenn síðan 29. september 2000

Daglegur fjárhagslegur stuðningur BNA við Ísrael og Palestínu

Heimilum Ísraela og Palestínumanna eytt

Birtist í Frjáls Palestína.