Félagið Ísland – Palestína var stofnað 29. nóvember 1987 til að styðja við baráttu palestínsku þjóðarinnar gegn hernámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti og rétti palestínsks flóttafólks til að hverfa aftur til síns heimalands.
Félagið hefur unnið að markmiðum sínum m.a. með útgáfustarfsemi, fundahöldum, sjálfboðaliðastarfi í Palestínu, tónleikum, útifundum, kvikmyndasýningum, sölu á varningi frá Palestínu og peningasöfnun til stuðnings við ýmis palestínsk mannúðar- og hjálparsamtök.
Heimild: Félagið Ísland – Palestína
« Til baka í orðalista