1. Það sem er á valdi Bandaríkjanna:
Bandaríkin hætti efnahagslegum, hernaðarlegum og pólitískum stuðningi við Ísraelsríki uns það lætur af yfirgangsstefnu sinni.
Bandaríkin ræði við fulltrúa beggja aðila og geri ekki upp á milli þeirra.
Bandaríkin hætti að beita neitunarvaldi í Öryggisráðinu Sameinuðu þjóðanna til stuðnings Ísraels og viðurkenni samþykktir Allsherjarþingsins í raun, m.a. um rétt Palestínumanna til að stofna eigið ríki og rétt flóttamanna að snúa heim.

Mjög mæðir á sjúkraflutningafólki á hernumdu svæðunum þessa dagana.
Fjöldi særðra og fallinna er gífurlegur, auk þess sem Ísraelar hafa miskunnarlaust beint vopnum sínum að þessum hópi fólks og fellt fjölmarga.
2. Það sem er á valdi Ísraelsríkis:
Ísraelsríki hætti við þá stefnu sína að breyta allri Palestínu í gyðingaríki.
Ísrael dragi her sinn til baka frá öllu því landsvæði sem hernumið var 1967, þ.e. Gólanhæðum, Vesturbakkanum (að A-Jerúsalem meðtalinni) og Gazasvæðinu.
Ísraelskum landtökumönnum á hernumdu svæðunum verði gefnir tveir kostir: að taka þátt í palestínsku ríki eða skila landinu og snúa til Ísraels.
Ísrael viðurkenni samþykktir Allsherjarþingsins, m.a. um rétt Palestínumanna til að stofna eigin ríki og flóttamanna að snúa heim.
Ísrael greiði Palestínumönnum stríðsskaðabætur.
3. Það sem er á valdi Palestínumannna:
Viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og sætta sig við að fá aðeins 22% af landi Palestínu, þ.e. Gólanhæðir, Vesturbakkann og Gazasvæðinu (þetta hafa þeir þegar gert, sbr. Óslóarsamningana).
Stofni eigið ríki með lýðræðislega stjórnarhætti og haldi uppi lögum og reglu innan þess.
4. Það sem er á valdi Íslendinga:
Styðja baráttu Palestínumanna fyrir réttindum sínum með ráð og dáð, bæði í tvíhliða samskiptum sem og á alþjóðavettvangi.
Slíta öllum samskiptum við Ísraelsríki (viðskiptalegum, pólitískum og menningarlegum) þar til það lætur af yfirgangsstefnu sinni.
Varanlegur friður verður að byggja á réttlæti. Því er tómt mál að tala um frið nema réttindi beggja aðila séu tryggð. Ísraelsríki á engan rétt á því landi sem það reynir að sölsa undir sig og verður einfaldlega að horfast í augu við það. Annars verður enginn friður, sama hve oft svo sem menn koma að samningaborði og reyna að semja um vopnahlé.
Birtist fyrst í Frjáls Palestína.