Stöðvið helför Ísraels á Gaza – Mótmæli

Félagið Ísland-Palestína sendi út eftirfarandi tilkynningu um mótmæli við ríkisstjórnarfund:


Mótmæli við ríkistjórnarfund Hverfisgötu 4, föstudaginn 22. ágúst klukkan 8:45. Helför Ísraels á Gaza heldur áfram án nokkurrar mótspyrnu alþjóðasamfélagsins. Ekki í okkar nafni!

Ekki í okkar nafni !

Komum saman og krefjumst þess að Ísland sinni skyldum sínum gagnvart þjóðarmorðssáttmálanum og leiði aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels á alþjóðavettvangi.

Það er ekki aðeins siðferðisleg, heldur einnig lagaleg skylda Íslands að grípa til aðgerða gegn þjóðarmorðinu. Ríkisstjórn Íslands hefur látið nægja yfirlýsingar þar sem lýst er alvarleika ástandsins, en þau orð eru merkingarlaus án aðgerða. Það er löngu ljóst að Ísrael mun ekki hætta að sprengja og svelta palestínsku þjóðina til dauða án þess að vera neytt til þess af alþjóðasamfélaginu. Okkar rödd og afstaða skiptir máli!

Okkar rödd og afstaða skiptir máli!

Birtist fyrst á Facebook – Félagið Ísland-Palestína.

Mætum og látum í okkur heyra!

Höfundur

  • Hjálmtýr Heiðdal

    Höfundur er kvikmyndagerðarmaður, formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.

Stöðvið helför Ísraels á Gaza - Mótmæli.
Mótmæli við ríkistjórnarfund Hverfisgötu 4, föstudaginn 22. ágúst klukkan 8:45, nánar.

Scroll to Top