Barátta fyrir mannréttindum, barátta fyrir friði og barátta gegn ofbeldisöflunum sem engu eira krefst þolinmæði.
Smásigrar skipta máli, en mestu máli skiptir staðfesta þeirra sem sem leggja baráttunni lið.
Þrautseigja Palestínumanna er okkar fyrirmynd.
Ég fagna ákvörðun borgarstjórnar að draga fána Palestínu að húni.
Fáni Palestínu er fáni ríkis sem Ísland viðurkenndi 29. nóvember 2011. Vanþekking og fordómar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins afhjúpast í afstöðu þeirra. Þeir vita að það er þjóðarmorð í gangi – en þeir skilgreina það sem „rétt ísraels til að verja sig“.
Undir kraumar svo stuðningur við síonismann og auðvitað rasisminn.
https://www.visir.is/…/vill-palestinska-fanann-nidur…

Birtist fyrst á Facebook.