Mikilvægar samþykktir SÞ, friðarsamningar PLO og Ísraels og söguleg skjöl sem varða stofnun vestrænnar nýlendu í Palestínu.
Samþykktir SÞ
Samþykktir Sameinuðu þjóðanna
Hér gefur að líta nokkrar mikilvægustu samþykktir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem tengjast Palestínu og Ísrael. Öll skjölin er að finna hjá United Nations Information System on the Question of Palestine (UNISPAL).
- Allar samþykktir Allsherjarþings SÞ um málefni Palestínu og Ísraels má nálgast með því að smella hér.
- Allar samþykktir Öryggisráðs SÞ um málefni Palestínu og Ísraels má nálgast með því að smella hér.
- Hér er hægt nálgast allt UNISPAL safnið sem m.a. hefur að geyma skýrslur sendinefnda SÞ um mannréttindamál og fleira.
| Samþykkt númer | Dagsetning | Stofnun | Stutt lýsing á innihaldi samþykktar |
|---|---|---|---|
| 181 | 29.11.1947 | Allsherjarþing | Lagt til að Palestínu verði skipt í tvö ríki; eitt fyrir araba og annað fyrir gyðinga. |
| 194 | 11.12.1948 | Allsherjarþing | Réttur palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimalands síns áréttaður og þess krafist að Jerúsalem verði undir alþjóðlegri stjórn. |
| 242 | 22.11.1967 | Öryggisráð | Ein þekktasta og umdeildasta samþykkt SÞ sem gefin var út bæði á ensku og frönsku eftir stríð Ísraela og Araba 1967. |
| 338 | 22.10.1973 | Öryggisráð | Ályktun samþykkt eftir árás Sýrlendinga og Egypta á Ísrael. Áréttað að deiluaðilar fari eftir samþykkt Öryggisráðs SÞ nr. 242 sem samþykkt var sex árum áður. |
| 3236 | 22.11.1974 | Allsherjarþing | Réttur palestínsku þjóðarinnar til sjálfsstjórnar áréttaður. |
| 1322 | 7.10.2000 | Öryggisráð | Valdbeiting gegn Palestínumönnum fordæmd og Ísraelum gert að fara að Genfarsáttmálanum. Samþykkt stuttu eftir að síðari Intifada uppreisn Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza braust út. |
| ES-10/7 | 20.10.2000 | Allsherjarþing | Ályktað um stöðu Jerúsalemar og ólöglegar landránsbyggðir gyðinga í Palestínu. |
Friðarsamningar
Söguleg skjöl
